Spáð er norðan stormi víða á landinu á í dag. Einnig er spáð mikilli úrkomu á Norður- og Austurlandi sem líklegt er að falli að stórum hluta sem slydda eða snjókoma láglendi. Til fjalla verður snjóbylur, einkum á Norðausturlandi. Hiti á láglendi á Norðurlandi verður víða í kringum 0 – 2°C. Spáð er mikilli úrkomuákefð og má gera spár ráð fyrir meira en 10 mm/klst á Norðausturlandi í nokkrar klukkustundir.

Þónokkur munur verður á hita á milli Norðurlands og Austfjarða og gera má ráð fyrir allt að 7 stiga hita á Neskaupstað á sunnudagmorgni á meðan að hiti verður rétt yfir frostmarki á láglendi nyrst á Tröllaskaga. Það mun svo kólna seinnipart sunnudags á Austurlandi og Austfjörðum.

Samkvæmt veðurspá mun hitastig á láglendi á Austurlandi að Glettingi vera á bilinu 4-6° fram til kl 15 í dag þá fer að kólna. Miðað við magn úrkomu sem er spáð á svæðinu er tilefni til þess að vara við aukinni skriðuhættu í þessum landshluta.

Snjóflóðahætta getur einnig skapast til fjalla á Norður og Norðausturlandi en ekki er talin hætta í byggð.

Ofanflóðavakt VÍ mun fylgjast með aðstæðum

Á windy.com er hægt að fylgjast óveðriðinu ganga yfir landið,bæði með til­lit til vind­hraða og úr­komur.

Sjá á Windy.com