Fyrir um það bil viku síðan gaf Friðrik Dór út sína þriðju plötu.

Platan heitir Dætur og er fyrsta platan sem kemur út frá honum síðan 2012.

Að minnsta kosti eitt lag af plötunni verður leikið í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá FM Trölla á sunnudögum kl. 13.

Árið 2018 kom út platan Segir ekki neitt með samansafni af áður útgefnum lögum.

Á plötunni eru níu lög sem eru unnin með nokkrum pródúserum. Það eru Magnús Jóhann Ragnarsson, Arnar Ingi Ingason, Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og Þormóður Eiríksson.

Áður hafa lögin Hvílíkur dagur og Segðu mér komið út og notið töluverðra vinsælda. Þegar þetta er skrifað eru öll lögin af plötunni á Top 50 – Iceland – mest spiluðu lög á Íslandi á Spotify.

Lagalisti:

1. Týpan
(Lag: Magnús Jóhann Ragnarsson, Arnar Ingi Ingason og Friðrik Dór Jónsson. Texti: Friðrik Dór Jónsson)

2. Bleikur og blár
(Lag og texti: Friðrik Dór Jónsson og Pálmi Ragnar Ásgeirsson)

3. Örmagna
(Lag: Ásgeir Orri Ásgeirsson, Sylvía Erla Melsted og Friðrik Dór Jónsson. Texti: Friðrik Dór Jónsson) 

4. Þú
Lag: Friðrik Dór Jónsson og Þormóður Eiríksson. Texti: Friðrik Dór Jónsson)

5. Hvílíkur dagur
(Lag og texti: Friðrik Dór Jónsson og Pálmi Ragnar Ásgeirsson)

6. Segðu mér
(Lag og texti: Friðrik Dór Jónsson og Pálmi Ragnar Ásgeirsson)

7. Líttu upp
(Lag: Friðrik Dór Jónsson og Ásgeir Orri Ásgeirsson. Texti: Friðrik Dór Jónsson)

8. Aðeins nær
(Lag: Friðrik Dór Jónsson og Ásgeir Orri Ásgeirsson. Texti: Friðrik Dór Jónsson)

9. Einn dans við mig
(Lag: Lou Deprijck, Yvan Lacombles, Þorsteinn Eggertsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og Friðrik Dór Jónsson. Texti: Þorsteinn Eggertsson og Friðrik Dór Jónsson)

Platan Dætur á Spotify