Í gær afhenti Sævar Guðmundsson forstöðumanni Iðju hæfingu, Guðrúnu Ösp Hallsdóttur, andvirði málverksins sem hann, ásamt Herdísi Sæmundardóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs Skagafjarðar bauð upp á atvinnulífssýningunni á dögunum.

Eins og mörgum er kunnugt er Iðja hæfing vinnustaður þar sem fólk með fötlun vinnur að fjölbreyttum verkefnum og er staðsett við Sæmundarhlíð á Sauðárkróki.

Gaman er að segja frá því að fimm skagfirsk fyrirtæki hafa keypt málverk sem gestir atvinnulífssýningar hafa málað.

Allur ágóði af málverkunum hefur runnið til Iðju.

Guðrún Ösp og Sævar

Myndir/af vefsíðu Skagafjarðar