Um klukkan 16:30 í dag, laugardaginn 30. Janúar kviknaði eldur í verslunarmiðstöðinni Plaza á Playa del ingles, Maspalomas á Gran Canaria.

Eldurinn virtist loga í plássi á neðri hæðinni og lagði mikinn reyk þaðan, en það var erfitt að komast að til að átta sig á aðstæðum vegna mikillar öryggisgæslu lögreglunar.

Ekkert benti til að slys hefði orðið á fólki, en ekki er hægt að fullyrða um það.