Aðalfundur Ungmennafélagsins Glóa var haldinn þann 22.maí sl. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf.

Formaður fór yfir starfsemi síðasta árs með greinargóðri skýrslu. Þar bar hæst Íþróttaskólann, Ævintýravikurnar, hlaup á 17. júní, endalok Kvennahlaupsins, sem félagið hefur staðið fyrir á Siglufirði undanfarin 18 ár og ljóðahátíðina Haustglæður.

Reikningar síðasta árs voru og lagðir fram, útskýrðir og samþykktir. Fjárhagsstaða félagsins er mjög góð og skuldir engar.

Engar lagabreytingar voru á dagskrá og stjórn félagsins var endurkjörin.

Undir liðnum önnur mál var m.a. rætt um að hafa stutt námskeið í körfubolta fyrir börn í sumar, einnig var rætt um að bæta í framkvæmdir í reit félagsins í Skógrækt Siglufjarðar og huga að fleiri umhverfisverkefnum og síðast en ekki síst var formanni falið að undirbúa útgáfu og ritstýra blaði í tilefni af 30 ára afmæli félagsins á næsta ári.

Sjá myndir frá starfsemi síðasta árs: HÉR

Heimild og mynd/UMF Glói