Eftir tveggja ára hlé á að halda Síldarævintýri að nýju á Siglufirði um verslunarmannahelgina. Það eru ýmsir þjónustuaðilar og aðrir áhugasamir sem standa að hátíðinni.

Síldarævintýrið verður með nýju sniði, munar þar mestu um að ekki verður stórt svið í miðbænum heldur verður dagskráin samansett af mörgum smærri viðburðum, innan dyra sem utan. Um er að ræða fjölskylduhátíð og er grunnhugmyndin að sýna allt það öfluga menningar- og mannlíf sem Siglufjörður hefur upp á að bjóða.

Er það von þeirra sem að hátíðinni standa að gestir Síldarævintýrisins geti upplifað skemmtilega viðburði á hverju götuhorni í miðbæ Siglufjarðar sem og víðar um bæinn.

 

Sjá facebook síðu Síldarævintýrisins: Hér.
Þessi síða verður notuð til að kynna hátíðina og einstaka viðburði hennar og er fólk kvatt til að deila henni sem víðast.