Tröllahjónin

Þátturinn Tíu Dropar verður á dagskrá FM Trölla sunnudaginn 25. nóvember kl. 13 – 15

Það eru „Tröllahjónin“ Kristín Sigurjóns og Gunnar Smári sem stjórna þættinum.

Við fáum góðan gest í heimsókn og leikin tónlist úr ýmsum áttum.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, 102.5 á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á hlusta efst á síðunni eða hér: Hlusta

 

Við ætlum að gefa veglega gjöf í þættinum, jólahlaðborð fyrir tvo frá Torginu upp úr kl 14.30 svo það borgar sig að hlusta.

 

Hjónin Auður Ösp Magnúsdóttir og Daníel Pétur Baldursson eiga og reka veitingastaðinn Torgið á Siglufirði. Daníel Pétur er lærður matreiðslumaður og hefur staðið vaktina í eldhúsinu síðastliðin 2 1/2 ár með mikilli prýði.

Torgið býður upp á gómsætan heimilismat í hádeginu og fjölbreyttan matseðil eftir kl. 18.00 alla daga.

Hægt er að sjá matseðla, opnunartíma og aðrar upplýsingar inn á heimasíðu og facebooksíðu Torgsins

Þessi forláta Framus gítar sem Baldur Jörgen á, hangir uppi á Torginu.