Fimmtudaginn 11. febrúar n.k. er Einn Einn Tveir dagurinn svokallaði.

Þá ætlar Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði að halda tónleika sem sýndir verða í streymi og kostar miðinn litlar 2.500 krónur.

Á tónleikunum kemur fram fjöldi tónlistarfólks í Fjallabyggð.

Miðasala fer fram á tix.is og rennur allur ágóði til styrktar húsnæðiskaupa Stráka.

Útsendingin hefst kl. 20:00 fimmtudaginn 11. febrúar.

Nú er lag fyrir alla velunnara björgunarsveitarinnar að styrkja Stráka með því að kaupa miða og njóta tónleikanna í staðinn.

Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum til Stráka á reikning: 0348-26-2717 kt: 551079-1209