Systrafélag kirkjunnar verður 50 ára þann 27.nóvember og af því tilefni verður afmælis- og dægurlagamessa í Siglufjarðarkirkju í dag sunnudaginn 25. nóv. kl. 14.00
þetta verður létt og skemmtileg messa.

Auk kirkjukórsins syngja Karlakórinn í Fjallabyggð, með hljómsveit, og systurnar Eva Karlotta og Ragna Dís Einarsdætur. Undirleikarar kóranna verða Rodrigo J. Thomas og Elías Þorvaldsson.

Systrafélagskonur lesa ritningarlestur. Solveig Lára Guðmundsdóttir, Hólabiskup, prédikar. Sóknarprestur þjónar fyrir altari.

Kaffiveitingar verða í safnaðarheimilinu að messu lokinni í boði systrafélagsins.

 

Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir