Ert þú til í íbúðaskipti eða vantar góða íbúð til að dvelja í á Kanarí í júlí? Möguleiki er að bæta við viku í endaðan júní. Ef um íbúðaskipti er að ræða þarf íbúðin á Íslandi að vera á Suðurnesjum eða á stór Reykjarvíkursvæðinu, einnig kemur til greina að skipta á íbúðinni á Kanarí og góðum húsbíl á Íslandi.

Íbúðin sem um ræðir er á Gran Canaria, í fallegum bæ sem heitir Vecindario og er mjög vel staðsett, um 20 mín frá flugvellinum, 20 mín frá ensku ströndinni og 30 – 40 mín frá höfuðborginni, Las Palmas.

Íbúðin er á annarri hæð í 6 íbúða stigagangi með þrjú góð svefnherbergi og tvö baðherbergi með sturtum. Það er allt til alls í íbúðinni og fylgir með internet og sjónvarp Símans – Premium.

Einungis koma ábyrgir aðilar til greina, áhugasamir eru beðnir um að hringja í síma 892 7755 eða senda tölvupóst á netfangið trolli@trolli.is.

Vecindario er einstaklega fallegur bær með fjölskrúðugt mannlíf