Tina Turner íhugaði að taka eigið líf á erfiðum tíma – Segir frá lífgjöf eiginmannsins í nýrri ævisögu.

Ragna Gestsdóttir skrifaði á dv.is

Brúðkaupsdagurinn minn hefði ekki getað verið fullkomnari eða glæsilegri, og það var öllum sama þó að brúðurin væri 73 ára. Ég var búin að skipuleggja allt sjálf, og þar á meðal að flytja inn 100 þúsund rósir til að skreyta heimili okkar í Sviss.

Svona hefst grein á Daily Mail þar sem fjallað er um brot úr ævisögu söngkonunnar Tinu Turner,  My Love Story, sem kemur út 15. október.

 

Tina Turner – My Love Story

 

Í bókinni segir Tina á gamansaman hátt frá fyrstu kynnum hennar og eiginmannsins Erwin Bach, sem er 16 árum yngri en hún. Lífi þeirra saman, erfiðleikunum þegar heilsa hennar gaf sig og hún var nær dauða en lífi, og stærstu gjöfinni sem hann gaf henni, þegar hún þurfti mest á henni að halda.

Þegar vinir okkar fóru að mæta og drukku kampavín þennan fallega dag í júlí 2013 var loftið fyllt af unaðslegum ilmi.

Ég hafði haft mikið fyrir því að finna brúðkaupstónlist sem hentaði. Ef þú hlustar á lag Frank Sinatra, My Way, þá passa orðin lífi mínu fullkomlega: „The record shows I took the blows / And did it my way.“ (Tíminn sýnir að ég þoldi margt, og ég gerði það á minn hátt).

 

Ég varð að hafa þetta lag. Þrátt fyrir frægt ofbeldishjónaband mitt og Ike Turner, þá hafði mér tekist að finna ástina, eitthvað sem var framar mínum vonum.

Það var fyrst þegar við vorum að stilla okkur upp fyrir myndatökur, að mér fór að líða skringilega. Þetta hlýtur að vera hitinn, hugsaði ég, eða kjóllinn; Armani veisla af efni, svörtu tjulli og Swarovski kristöllum , sem varð þyngri með hverri mínútunni sem leið.

Staðreyndin var sú að þessi skringilega tilfinning var byrjunin á martröðinni sem fylgdi á eftir, martröð sem endaði á því að Erwin elskulegur eiginmaður minn gaf mér stærstu gjöfina, sjálfa lífgjöfina.

Erwin og ég hittumst fyrst 28 árum áður. Á þeim tíma var ég að ferðast um heiminn með Private Dancer tónleikaferðalagið, og ég átti lítinn tíma aflögu fyrir einkalíf.

Ekki það að ég hafi átt mikið af kærustum, ég varði yngri árum mínum með Ike, og eftir skilnaðinn þá voru stefnumót oft meira vesen en þau voru virði.

Ég var hvort eð er aldrei þessi kona sem þurfti að stunda kynlíf hvenær sem var, til að vera alveg hreinskilin, þá leið oft ár án þess að ég stundaði kynlíf.

Tina Turner og Erwin

 

Hér er slóð á grein Rögnu Gestsdóttur í heild, sem birtist á dv.is