Þátturinn Tíu Dropar sem er á dagskrá FM Trölla á sunnudögum verður í fríi í dag og næsta sunnudag.

Þáttargerðarmenn eru á ferð og flugi milli landa og landshluta um þessar mundir og hafa engin tök á að vera með þáttinn á meðan.

Að öllu óbreyttu verður næsti þáttur á dagskrá sunnudaginn 1. desember.