Skýrar breytingar í aðsigi þessa síðustu viku júlí segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á síðu sinni Blika.is.  Gert er ráð fyrir myndun tveggja lægða sem spáð er yfir landið næstu daga.  Þær bera raka sem uppruninn er langt í suðvestri á okkar fjörur og áveðurs fjalla mun rigna umtalsvert ef þessar sömu spár ganga eftir.

Sú fyrri:

Skil hennar koma úr suðvestri seint á morgun þriðjudag, um leið hvessir nokkuð sunnan og vestanlands. Trúlega 10-15 m/s þá um nóttina og á miðvikudagsmorguninn. Allt að því stormur á hálendinu. Sjáum á fyrra spákortinu á lægðarmiðjan er reiknuð fyrir vestan land, ekki svo djúp, en þó nokkrar þrýstilínur samt yfir landinu.  Hlýtt verður norðaustan- og austanlands um leið og skilin fara yfir og rignir þar í stuttu stund. Hins vegar er útlit fyrir talsverða rigningu annars og stórrigningu yfir Suðurjöklum, einkum undir Eyjafjöllum og í Þórsmörk, en líka í Öræfum.  Spár reikna með um 150 mm sólarhringsúrkomu s.s. á Skógum, en vera má að hún eitthvað sé ofmetin?

Sú seinni:

Áhrifa hennar gætir á föstudag og laugardag.  Hér fyrir helgi má sjá hvernig hún kemur úr suðri um leið og hún dýpkar.  Þá rignir samfellt og mest um suðaustur- og austurhluta landsins.  Ekki á hvessir á undan henni, en þegar lægðin hefur ná að dýpka við Langanes eins og sjá má á spákortinu, dregur hún inn í sig kalt loft úr norðvestri.  Á laugardagsmorguninn er þannig spáð um 5 til 6 stiga hita í byggð á Norðurlandi og Vestfjörðum.  Snjóa mun ofan 900 til 1000 m og slydda eða snjókoma þá inn á hálendinu.

Vissulega kunna horfurnar að breytast er spáreikningarnir eru mjög afgerandi um þessa þróun.  Best bæri ef seinni lægðin færi vestar og kalda loftið í kjölfarið næði síður inn á landi.  Á því eru reyndar metnar litlar líkur.

En þrátt fyirr allt eru þessar lægðir engar haustlægir, þær sýna sig síðar.  Hins vegar leiðinda sumarlægðir báðar tvær þó veðrið samfara þeim verði langt frá því það sama á landinu.

Upplýsingar um Bliku