Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 30. maí að heimila T.ark arkitektum f.h. Samkaupa hf. og KSK eigna ehf. að vinna breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar með það að markmiði að útbúa nýja lóð fyrir verslunarkjarna sem mun m.a. hýsa nýja verslun Samkaupa hf. ásamt öðrum verslunum og/eða þjónustu.
Tillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi bæjarstjórnar 29. október og kynnt á opnum íbúafundi þann 6. nóv. sl. Athugasemdafrestur er frá og með 13. nóvember 2024 til og með 2. janúar 2025.
Alls bárust skipulagsgátt 32 umsagnir vegna fyrirhugaðrar Samkaupsbyggingar og mun Trölli.is birta allar innsendar umsagnir næstu vikurnar.
Sjá fyrri umsagnir: HÉR
Fjórtánda umsögn birt 14.12.2024.
Anna Hermína Gunnarsdóttir
Það má alveg geta þess að margir voru ósáttir með byggingu hotelsins en allir sáttir i dag. Margir vildu alls ekki að gerð yrðu bensinstöð á tanganum rett hjá rarik.
I fjölda ára sem egilsild var þarna var enginn að velta sér fyrir útsýni sem það á að hafa blokkað. Fyrir mér finnst mér þetta svæði alls ekki passa undir húsbílasvæði. Er mikil rigning er ekki hægt að tjalda þarna og bara drullumýri. . Mér lýst bara vel á byggja nýja kjörbúð þarna hólshyrnan mun alveg sjást áfram og ég skil nu ekki hvað fólk er að tala um að sitja á torginu hjá styttunni og horfa ut á bryggju. A sumrin sést það bara alls ekki þvi husbilar blokka það utsyni og það er bara lýti að sjá endalaust húsbila/ fellihýsi á þessu svæði.
En eg vil endilega að fjallabyggð skoði möguleika að fylla upp tjörnina suður i bæ og gera þar iþrottavirki sundlaug og bjóða eigendum kaupfelagsins að kaupa sundlaugina og gera þar búð þar sem íþrottahusið er
Forsíðumynd/úr myndasafni Trölla.is