Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 30. maí að heimila T.ark arkitektum f.h. Samkaupa hf. og KSK eigna ehf. að vinna breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar með það að markmiði að útbúa nýja lóð fyrir verslunarkjarna sem mun m.a. hýsa nýja verslun Samkaupa hf. ásamt öðrum verslunum og/eða þjónustu.

Tillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi bæjarstjórnar 29. október og kynnt á opnum íbúafundi þann 6. nóv. sl. Athugasemdafrestur er frá og með 13.nóvember 2024 til og með 2.janúar 2025.

Alls bárust skipulagsgátt 32 umsagnir vegna fyrirhugaðrar Samkaupsbyggingar og mun Trölli.is birta allar innsendar umsagnir næstu vikurnar.

Þriðja umsögn birt 27.11.2024

Sólrún Veiga Júlíusdóttir
það er með öllu óskiljanlegt að fallegasti miðbær landsins eigi að lúta lægra haldi fyrir nýtiskulegum verslunarkjarna sem hægt er að byggja hvar annarsstaðar sem er.
Miðbærinn er merkilegur og mikilvægur margra hluta vegna. Hann hefur menningarlega sögu að geyma og er samverustaður íbúa og gesta. Miðbærinn er hjarta bæjarins og einstakur að því leytinu til hve hann er í mikilli nálægð við sjóinn og söfnin sem varðveita merkilega sögu síldarbæjarins fagra.


Forsíðumynd/úr myndasafni Trölla.is