Að venju er hátíðin, Fiskidagurinn mikli haldin í Dalvíkurbyggð helgina eftir verslunarmannahelgina, í ár ber helgina upp 11.-13. ágúst 2023.
Fiskidagurinn mikli er félag sem sér um að skipuleggja Fiskidaginn mikla, á bakvið Fiskidaginn mikla eru yfir 140 styrktaraðilar, samfélagið og yfir 300 sjálfboðaliðar sem koma allstaðar að.
Á vefsíðu Fiskidagsins mikla segir. “Án ykkar er þetta ekki hægt og enn og aftur þökkum við af hlýhug fyrir framlag ykkar.
Fyrir heimamenn og þeirra gesti. Ert þú búinn að skrá þig með súpu ?
Til þess að ævintýrið gangi upp eins og í öll hin 19 skiptin er mikilvægt að við, sjálfboðaliðarnir, samfélagið allt og fyrirtækin séum klár að venju.
Við skorum á alla sem hafa einhvern tímann verið með á súpukvöldi og líka þá sem hafa aldrei verið með að skrá sig og njóta þátttökunnar. Það er ótrúlega gefandi og skemmtilegt að vera súpugestgjafi. Svo við tölum nú ekki um stemmninguna í undirbúningnum.
Látum þetta Fiskisúpukvöld á 20 ára afmælishátíðinni verða veglegt og skemmtilega eftirminnilegt. Skráið ykkur núna á fiskidagurinn@julli.is Nánari upplýsingar koma svo beint til þeirra sem skrá sig”.
Fylgjast má með Fiskideginum mikla á facebook.
Mynd: Bjarni Eiríksson