Laugardaginn 7. apríl stóð Ungmennafélagið Glói fyrir léttri göngu “fram á fjörð”, í blíðunni. Þessi gönguferð var liður í Vetrarleikum Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, UÍF.
Mæting var við Ráðhúsið kl. 13.00, gengið suður að Hóli og endað á Ljóðasetrinu í léttum veitingum og ljúfum tónum.
Aðalfundur félagsins fór fram á Ljóðasetrinu á Siglufirði þann 31. mars síðastliðinn. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf.
Íþróttaleg starfsemi var í fyrra fólgin í fimleikaæfingum í Ólafsfirði og svo íþróttaskóla hjá 1. – 4. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar í Frístund sem hóf göngu sína í fyrra strax að loknum skóladegi. Iðkendur félagsins, 18 ára og yngri, voru 76 talsins í fyrra.
Félagið stóð einnig fyrir Kvennahlaupinu á Siglufirði, líkt og síðustu 14 ár, tók þátt í Vetrarleikum UÍF og hélt ljóðahátíðina Haustglæður í samstarfi við Félag um Ljóðasetur Íslands. Þetta var 11 árið sem hátíðin fór fram og sérkenni hennar er hversu virkir þátttakendur börn eru í henni.
Fjárhagsstaða félagsins er góð og skuldir engar.
Sama stjórn var kosin til að sitja áfram, en hana skipa:
Þórarinn Hannesson, formaður
Telma Björk Birkisdóttir, gjaldkeri
Guðrún Linda Rafnsdóttir, ritari
Lísebet Hauksdóttir, meðstjórnandi
Patrekur Þórarinsson, meðstjórandi
Á fundinum var velt upp ýmsum hugmyndum að aukinni starfsemi félagins og vonandi verður eitthvað af þeim að veruleika fyrr en seinna.