Ungmenni TBS æfðu um helgina undir stjórn nýs landsliðsþjálfara í badminton

Sune Gavnholt, nýr landsliðsþjálfari Íslands í badminton, í miðjum æfingum með afrekshópum BSÍ.

Um helgina fór fram fyrsta heimsókn nýs landsliðsþjálfara Íslands í badminton, Sune Gavnholt. Hann stýrði æfingum með afrekshópum Badmintonsamband Íslands og átti jafnframt fundi með stjórn, þjálfurum og fulltrúum félaga. Æfingar voru haldnar bæði laugardag og sunnudag og tókst helgin í alla staði afar vel.

Fjórir iðkendur Tennis og Badmintonfélag Siglufjarðar, TBS, voru boðaðir á æfingarnar. Þrjú þeirra mættu til leiks, þau Sebastían Amor, Kamilla Maddý og Marínó Örn. Adríana Diljá var erlendis og átti því ekki heimangengt að þessu sinni.

Að lokinni æfingahelginni er vinna hafin við að móta næstu skref og eru spennandi tímar fram undan í íslensku badmintonstarfi.

Myndir. Badmintonsamband Íslands.