Á dag, laugardaginn 12. júlí kl. 13 – 16 verður útimarkaður norðan við Ljóðasetrið til styrktar rekstri þess.
Þar verður eitt og annað falt á góðu verði. Stólar, borð, hillur, vasar, speglar, blómapottar, glös, könnur, eldhúsdót, skór og ýmislegt fleira.
Einnig bækur af ýmsu tagi á 1000 kr. kílóið, ljóðabækur á góðu verði, minjagripir og ýmislegt annað.
Allur ágóði rennur til reksturs Ljóðasetursins.
Ath. Ekki er posi á staðnum.