Heimagerð vanillusósa
- 2 eggjarauður
- 1 msk sykur
- 1 msk kartöflumjöl
- 4 dl rjómi
- 1 msk vanillusykur
Setjið allt nema vanillusykurinn í pott. Látið suðuna koma upp við miðlungsháann hita. Látið sósuna sjóða þar til hún hefur þykknað og passið að hræra stöðugt í pottinum á meðan. Takið pottinn af hitanum og hrærið vanillusykri saman við. Látið kólna.
Berið vanillusósuna fram eins og hún er eða þeytið hana upp með handþeytara til að fá léttari áferð.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit