Matvælastofnun varar við neyslu á Jelly strip XL, sem Lagsmaður flytur inn. Varan inniheldur óleyfilegu aukefnin E407, E410 og E415 og getur verið hættuleg m.t.t. köfnunar og þá sérstaklega fyrir börn. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum Evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF.

Einungis er verðið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vara: Jelly strip XL
  • Vörumerki: Jin Jin
  • Geymsluþol: b.f. 05.05.2026
  • Framleiðandi: Jellico Food Co Ltd
  • Framleiðsluland: Taiwan
  • Innflytjandi: Lagsmaður
  • Dreifing: Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogur