Vegna framkvæmda í sundlauginni á Siglufirði hefur ekki verið unnt að hefja sundleikfimitíma fyrir 67 ára og eldri þar. Þar sem ásókn í tímana er mikil hefur verið ákveðið að flytja þá tímabundið í sundlaugina í Ólafsfirði.

Frá og með næstu viku verða sundleikfimitímar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 11:00 í Ólafsfirði. Þar sem sami leiðbeinandi sér um bæði sundleikfimi og ræktarþjálfun, færist ræktartíminn sem ætlaður var á Siglufirði einnig í Ólafsfjörð á meðan á framkvæmdum stendur.