Lagt er fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur f.h. Skógræktarfélags Ólafsfjarðar á 704 fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þar sem óskað er eftir framlag frá bænum vegna lagningu göngustígs. Bæjarráð óskar umsagnar tæknideildar um þær óskir og tillögur sem fram koma í erindinu.
Meðfylgjandi erindi má lesa hér að neðan.
“Skógræktarfélag Ólafsfjarðar hefur fengið úthlutað fjármagni frá Landgræðslusjóði til að gera göngustíg og plöntun Aspa. Með því að planta öspunum í lúpínu svæði getum við séð hvort hún hverfi ekki af svæðinu þegar Öspin vex og lúpínan fer í skuggann og hverfur þar sem hún fær ekki lengur sólarljós. Öspin mun þrífast vel í jarðveginum sem lúpínan er búinn að búa til.
Stígurinn sjálfur tökum við í áföngum og fyrsti áfangi er að leggja stíginn frá beygjunni fyrir ofan námu í átt að skíðasvæðinu, í gegnum lúpínu svæði sem er inná svæði Skógræktarfélags Ólafsfjarðar, við munum herfa meðfram stígnum til að geta plantað Öspum. Þarna liggur girðing sem ætti ekki að vera á svæðinu og munum við rjúfa hana. Fjárgirðingin fyrir ofan er greinilega ekki í beinni línu, heldur kemur þarna í U niður hlíðina. Leggjum við til að Fjallabyggð haldi fjárgirðingunni fyrir ofan beinni og fjarlægi þessa girðingu.( sem sagt þetta U).
Óskum við eftir að Fjallabyggð kæmi að verkefninu með því að koma á móts við okkur, þarna í beygjunni upp að Vatnstank er mikið votlendi, virðist sem það þyrfti að moka uppúr skurðinum þarna fyrir ofan og tengja hann við skurðinn sem kemur meðfram veginum (ofan við veginn) og niður eftir. Vegurinn upp að vatnstank er illfær nema á vel útbúnum jeppum eða gröfum. Þarna er frábært útsýnis-svæði uppá tanknum yfir Ólafsfjörð.
Tillaga. Fjallabyggð gæti sett stiga fyrir fók að ganga yfir, þar sem gönguleiðir eru upp í fjall fyrir ofan vatnstankinn, snjóflóðagarðinn fyrir ofan Hornbrekku og upp í Brimnesdalinn. Þarna eru hlið sem eru því miður oft skilinn opinn yfir sumartíman.”