Lagt fram erindi í Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar þann 5. júlí 2018 erindi frá Garðyrkjufélagi Tröllaskaga norðurdagsett 4. júlí 2018 þar sem Anna María Guðlaugsdóttir f.h. Garðyrkjufélags Tröllaskaga norðurs og Skógræktunarfélags Ólafsfjarðar, óskar eftir landsvæði til að rækta upp og gera að útivistarsvæði/skrúðgarði í Ólafsfirði.

Svæðið sem um ræðir er á milli skólalóðar og Sigurhæðar og frá tjaldsvæði út að menntaskóla. Einnig er óskað eftir grænu svæði norðan við bílaplan menntaskólans.

Nefndin tekur vel í erindið og óskar eftir frekari upplýsingum um útfærslu svæðisins.

Frétt: Fjallabyggð