Hin vinsæla hljómsveit Todmobile fagnar á þessu ári 30 ára afmæli sínu með tónleikum víða um land.

Föstudagskvöldið 14. september mun Todmobile spila á Kaffi Rauðku! Þetta verður algjör tónlistarveisla sem þú mátt ekki missa af.

Húsið verður opnað kl 21:00 og ballið byrjar kl 22:00  og miðaverð er 4.500,-

Til að vinna tvo miða á tónleikana þarf að taka þátt í facobookleik Rauðku.

Það sem þú þarft að gera til að vera með er:
-Setja like á Kaffi Rauðku síðuna.
-Deila viðburðinum.
-Settu nafnið á þeim sem þig langar að bjóða með þér á Todmobile í komment hér að neðan.

Drögum á föstudaginn 🎉 hringt verður í vinningshafa í þættinum Undralandið á FM Trölla

 

Smella hér til að fara inn á facebook leikinn

 

.

 

Todmobile er íslensk popp-/rokkhljómsveit stofnuð af Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni, Andreu Gylfadóttur og Eyþóri Arnalds árið 1988. Fyrsta hljómplata þeirra, Betra en nokkuð annað, kom út fyrir jólin 1989 og fékk mjög góða dóma.

Önnur plata sveitarinnar, Todmobile, kom út fyrir jólin 1990 og varð metsöluplata.

Hljómsveitin ákvað síðan að hætta 1993. Þorvaldur Bjarni og Andrea stofnuðu Tweety árið eftir og Eyþór hóf samstarf við unnustu sína, Móeiði Júníusdóttur, í dúettinum Bong.

1996 kom Todmobile aftur saman og gaf út diskinn Perlur og svín. Eftir það hefur hljómsveitin komið saman við sérstök tækifæri þótt oft hafi langt liðið á milli. 2003 gaf hún út diskinn Sinfónía, með Sinfóníuhljómsveit Íslands og árið 2006 kom út sjötta breiðskífa þeirra, undir nafninu Ópus 6.

Árið 2010 tók Eyþór Ingi Gunnlaugsson við af Eyþóri Arnalds.

Sagt er að nafn sveitarinnar “TODMOBILE” hafi komið til með þessum hætti. Nafnið fengu þau úr teiknimyndasögu sem vinur Þorvaldar var að fást við um svipað leyti. Þar ók ofurhetjan Tod D. Todson um á todmóbílnum…

 

Hljómsveitin var stofnuð 1988 og gaf út lagið “Sameiginlegt” það ár, og er þess vegna 30 ára í ár.

Fyrstu hljómsveitarmeðlimir voru: Andrea Gylfadóttir, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Eyþór Arnalds.

Meðlimir Todmobile um þessar mundir eru:

Andrea Gylfadóttir (söngur) – frá 1988
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson (gítar) – frá 1988
Eiður Arnarsson (bassi) – frá 1990
Ólafur Hólm (trommur) 1989 – 1990 / frá 1997
Kjartan Valdemarsson (hljómbor) 1989 – 1990 / frá 1991
Eyþór Ingi Gunnlaugsson (söngur) – frá 2010
Alma Rut (söngur/bakrödd) – frá 2010
Gréta Salóme (söngur/bakrödd/fiðla) – frá 2016

Aðrir sem hafa verið í Todmobile:

Jakob Smári (bassi) 1989 – 1990
Atli Örvarsson (hljómborð) 1990 – 1991
Gunnlaugur Briem (trommur) 1990 – 1991
Matthías Hemstock (trommur) 1991 – 1997
Vilhjálmur Goði Friðriksson (söngur) 1996 – 1997

Frétt og forsíðumynd: Kristín Sigurjónsdóttir
Heimildir: Ísmús/Wikipedia /Eiður Arnarsson