Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir hefur verið ráðin í starf tengiráðgjafa í Húnaþingi vestra.
Tengiráðgjafi vinnur að verkefnum sem stuðla að virkni og vellíðan fólks til að vinna gegn einmanaleika og félagslegri einangrun.
Helstu verkefni
- Ná til og virkja einstaklinga í viðkvæmri stöðu eða búa við einmanaleika í Húnaþingi vestra.
- Samstarf og teymisvinna með öðrum aðilum.
- Tekur þátt í mótun og starfi samfélagsmiðstöðvar.
- Tekur þátt í mótun og starfi samþættrar heimaþjónustu.
- Móta leiðir og lausnir til að virkja fólk í viðkvæmri stöðu eða býr við félagslega einangrun.