Bjarni Benediktsson forsetisráðherra heimsótti Siglufjörð í vikunni og skoðaði ummerki rigningaveðursins um liðna helgi.
Fjallað hefur verið um ástand Siglufjarðarvegar á liðnum árum, en það stórsá á honum eftir síðasta rigningarkafla.
Mbl.is fjallaði um heimsóknina og hafði meðal annars eftirfarandi eftir Bjarna Jónssyni, formanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, sem sagði veginn einfaldlega hættulegan
“Það virðist vera farið að grafa undan gangnamunna Strákagangna. Hola hefur uppgötvast í göngunum þar sem virðist hafa fallið undan að sögn Bjarna Jónssonar, formanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og þingmanns Vinstri grænna.
Bjarni hefur boðað til upplýsingafundar á mánudagsmorgun fyrir nefndina, Vegagerðina og sveitarfélögin Fjallabyggð og Skagafjörð vegna Siglufjarðarvegar í Almenningum”.
Forsætisráðherra kom til Siglufjarðar