Bjarni Benediktsson forsetisráðherra heimsótti Siglufjörð í vikunni og skoðaði ummerki rigningaveðursins um liðna helgi.

Fjallað hefur verið um ástand Siglufjarðarvegar á liðnum árum, en það stórsá á honum eftir síðasta rigningarkafla.

Mbl.is fjallaði um heimsóknina og hafði meðal annars eftirfarandi eftir Bjarna Jónssyni, for­manns um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is, sem sagði veginn einfaldlega hættulegan

“Það virðist vera farið að grafa und­an gangnamunna Stráka­gangna. Hola hef­ur upp­götv­ast í göng­un­um þar sem virðist hafa fallið und­an að sögn Bjarna Jóns­son­ar, for­manns um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is og þing­manns Vinstri grænna.

Bjarni hef­ur boðað til upp­lýs­inga­fund­ar á mánu­dags­morg­un fyr­ir nefnd­ina, Vega­gerðina og sveit­ar­fé­lög­in Fjalla­byggð og Skaga­fjörð vegna Siglu­fjarðar­veg­ar í Al­menn­ing­um”.

Forsætisráðherra kom til Siglufjarðar