Í gær þann 22.02.2020 fæddist drengur á Fæðingardeildinni á Akureyri, sonur Siglfirðinganna Helgu Guðrúnar Sigurgeirsdóttur og Hauks Orra Kristjánssonar.

Þegar ljóst var að von var á drengnum í heiminn og ófært til Akureyrar, var gripið til þess ráð að senda foreldrana með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Siglufirði á fæðingardeildina á Akureyri.

Flugið gekk að óskum og kom fallegur drengur í heiminn kl: 15:57, var hann 3244 gr og 50 cm.

Trölli.is óskar foreldrum, fjölskyldu og stóra bróður innilega til hamingju.

Drengur Helgu og Hauksson