Í morgun kl. 7 mældust 15 stig á Raufarhöfn. Það er ansi hár morgunhiti í maí segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á facebooksíðu Bliku í morgun. Reyndar líka á stöðum eins og á Ólafsfirði, Siglufirði og Húsavík. Á Borgarfirði eystra hafði hitinn kl. 8 hækkað í 18 stig!!

Á Raufarhöfn hefur hiti verið mældur kl. 6 að morgni a.m.k. frá 1949. (veðurmælingar hófust þar 1920).

Renndi yfir mæliröðina frá 1949 og kom þá í ljós að kl. 6 að morgni hefur aðeins einu sinni veið mældur hiti yfir 15 stig á Raufarhöfn í maí, en það var mun seinna í mánuðinum (þ. 30. ). Fyrir 10. maí má finna hæsta snemmmorgunhita 12,4°C (6. maí 2005). Á sama tíma í morgun var hitnn 12,7°C , en 15 stig klukkustund síðar.

Það má því segja fullum fetum að svo snemma vors hafi Raufarhafnarbúar aldrei nokkurn tímann komið út í jafn hlýjan morgunn og einmitt nú!.

Fjallaði um það hér í gær að spá um halavísi hitans bentu eindregið til þess að eitthvað óvenjulegt gæti verið í uppsiglingu í dag, segir Einar.