Forskot á sæluna:
15. júní
Fánasmiðja á bókasafninu frá kl. 13.00-16:00. Hægt að skapa sinn eigin fána í litum að eigin vali, tilvalið til að taka með sér í skrúðgönguna.
Meistaraflokkur karla Dalvík/Reynir tekur á móti Keflavík á Dalvíkurvelli kl. 16:00
16. júní
Meistaraflokkur kvenna Dalvík/Reynir tekur á móti Augnablik á Dalvíkurvelli kl. 16:00.
17. júní
11:00 – 17. júní hlaupið-fer fram á Dalvíkurvelli í umsjón frjálsíþróttadeildar UMFS. Skráning á staðnum fyrir hlaup og verðlaunaafhending að hlaupi loknu.
kl. 13:00 – Skrúðganga-leggur af stað frá Íþróttamiðstöð að Menningarhúsinu. Þátttakendur eru beðnir um að mæta tímanlega. Fánar í boði fyrir þá sem mæta.
kl. 13:30 – Hátíðarstund í Menningarhúsinu Bergi Ávarp fjallkonunnar-Hátíðarræða-Tónlistaratriði Það spáir karamellurigningu í kringum Berg
Að lokinni hátíðarstund við Berg
Hestamennska- Sveinbjörn Hjörleifsson og aðstoðarmenn hans teyma hesta undir börnum við Krílakot ·Leiktæki í umsjón Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar í kirkjubrekku- Sápubolti, vatnsrennibraut, hoppukastalar og fleira skemmtilegt. Foreldrar athugið: það verður hægt að bleyta sig í sumum leiktækjum og því æskilegt að börnin hafi föt til skiptanna.
kl. 18:30-20:30
Sundlaugarfjör í íþróttamiðstöðinni/sundlaug. Fatasund fyrir þá sem vilja, Þröstur Ingvarsson sér um lifandi tónlist Öll velkomin og frítt inn (börn undir 10 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum) Fríar pylsur og svali í boði við íþróttamiðstöðina
Ef veður verður slæmt (t.d. mikil rigning) þá verður dagskráin færð inn í íþróttamiðstöðina á Dalvík.