Frændur okkar í Vesturheimi virðast ætla að lögleiða Kannabis á næstunni.

Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gær með fimmtíu atkvæðum gegn þrjátíu, frumvarp um lögleiðingu Kannabis þar í landi.

Frumvarpið verður nú sent aftur í neðri deild þingsins þar sem breytingar öldungadeildarinnar verða teknar til atkvæðagreiðslu.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada hefur heitið því að lögleiða kannabis í sumar.

Notkun kannabisefna í læknisskyni hefur verið lögleg þar í landi frá árinu 2001 en verði frumvarpið samþykkt mun Kanada verða fyrst G7 ríkjanna til að lögleiða efnin að fullu.

Þess má geta að Kannabis getur verið mjög mismunandi að eiginleikum, sumar gerðir valda t.d. engri vímu, en hafa samt verkjastillandi áhrif á erfiða taugaverki sem sumir þjást af árum saman.

Frétt af visir.is og GSm.