Nýlega var brotist inn á vefinn trolli.is og tókst innbrots aðilanum að setja inn allmargar “fréttir” sem glöggir lesendur hafa eflaust séð í stuttan tíma.
Þetta var góð áminning fyrir okkur um að hafa STERKT LYKILORÐ á mikilvægum aðgöngum.

Þessi vísa er alldrei of oft kveðin: Vandaðu lykilorðin þín að öllu sem skiptir máli ! því það eru bæði vélar og menn þarna úti í hinum gríðarstóra heimi Internetsins, sem þrá ekkert heitar en að komast inn á vefi og/eða tölvur og tæki annarra, oftast í þeim tilgangi að plata fólk til að fara á hættulegar síður.

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Mynd: af netinu