Í dag, laugardaginn 9. júní klukkan 14:00  heimsækja strákarnir okkar lið Vængi Júpíters í Grafavoginum. Leikið verður á gervigrasinu á Fjölnisvelli.

KF tapaði síðasta leik illa gegn Sindra og ætla þeir svo sannarlega að koma sér á sigurbraut aftur. KF situr í 9 sæti deildarinnar með 3 stig. Vængir Júpíters töpuðu gegn Einherja 2-0 og eru enn í leit að sínum fyrsta sigri. Að því sögðu má búast við hörkuleik.

KF og Vængir hafa mæst aðeins tvisvar áður og var það á síðasta tímabili. Vængir unnu sinn heimaleik 5-3 og KF vann sinn heimaleik 5-0.

KF  hvetur stuðningsmenn sína á höfuðborgarsvæðinu að skella sér á völlinn og hvetja strákana til dáða!

Mynd/Guðný Ágústsdóttir

 

Frétt fengin af vef: Knattspyrnufélags Fjallabyggðar
Myndir: Guðný Ágústsdóttir