Grunnskóli Fjallabyggðar

Föstudaginn 21. ágúst verður skólasetning í Grunnskóla Fjallabyggðar. Á þessu skólaári eru 215 nemendur skráðir í skólann.

Ákveðið hefur verið að gera breytingu á skóladagatali, en vegna sameiginlegs námskeiðahalds með leikskóla þarf að færa starfsdag sem fyrirhugaður er 18. september fram um viku og verður hann 11. september. Fræðslu- og frístundanefnd gerir ekki athugasemdir um breytinguna með þeim fyrirvara þó að tilfærslan henti Tónlistaskólanum á Tröllaskaga.

Skráning í Frístund stendur nú yfir. Í 1.-4. bekk eru skráðir 93 nemendur sem eiga kost á Frístund.

Fjögur íþróttafélög þ.e. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, Blakfélag Fjallabyggðar, Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar og Ungmennafélagið Glói, tónlistarskólinn og Bjarney Lea Guðmundsdóttir danskennari bjóða upp á frístundastarf í Frístund á haustönn en auk þess er boðið upp á sund og hringekju sem starfsfólk grunnskólans sér um.