Lögreglan á Norðurlandi vestra gaf út fyrir skömmu lista frá aðgerðastjórn Almannavarna yfir fjölda þeirra sem eru í einangrun og sóttkví eftir póstnúmerum.
Segir þar að alls séu 23 í einangrun, 60 í sóttkví og 13 hafa náð bata.
Einnig beinir Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra þeim tilmælum til íbúa svæðisins að virða tilmæli sóttvarnarlæknis og almannavarna um að halda óþarfa ferðalögum í lágmarki.
Á þetta sérstaklega við nú um komandi páskahelgi sem alla jafna er mikil ferðahelgi. Það er ekki að ástæðulausu að almenningur hefur verið hvattur til ferðalaga innanhús nú um páskana.
