8 manns hafa greinst með COVID-19 á Norðurlandi vestra. Í sóttkví eru 332 einstaklingar.

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu fyrir skömmu.

“Hér er yfirlit yfir stöðuna eins og hún er núna 10.maí 2021. Yfirlit yfir fjölda þeirra sem eru í sóttkví og einangrun í umdæminu.

Förum varlega, munum sóttvarnirnar og þá komumst við saman í gegnum þetta verkefni”