Trölli.is hefur verið í stöðugri sókn frá því vefurinn fór í loftið 1. maí 2018. Lesendum fjölgar hratt og voru flettingar í júlí mánuði alls 58.844 og fjölgaði þeim um 26.553 á milli mánaða.

Þegar Trölli.is fór í loftið vorum við í 40. sæti á lista Modernus í samræmdri íslenskri vefmælingu. Í síðustu viku var Trölli.is kominn í 22. sæti og var erlent hlutfall lesenda 13.1%.

Trölli.is þakkar lesendum sínum þessar góðu móttökur og býður ykkur velkomin í ört vaxandi hóp daglegra lesenda.

 

Það má senda okkur fréttaábendingar, fréttir eða greinar. Einnig má senda okkur nafnlausa spurningu, t.d. varðandi samfélagsmál og þess háttar, við munum leitast við að fá svar. Sjá hér

 

Frétt og mynd: Kristín Sigurjónsdóttir