Bogfimiæfingar í Kaldbaksgötu á Akureyri hafa gengið vel undanfarnar vikur en milli tíu og tólf einstaklingar hafa verið að mæta reglulega.
Sumir þeirra hafa náð býsna góðum tökum á íþróttinni eftir aðeins rúman mánuð af æfingum.
Æfingarnar hófust í janúar og fara fram á mánudögum kl. 11:00 í Kaldbaksgötu 2, undir stjórn Íþróttafélagsins Akurs fyrir verkefnið Virk efri ár. Öll 60 ára og eldri eru velkomin til að mæta og prófa.
Mynd/Akureyri.is