Á 9. þingi Starfsgreinasambands Íslands sem haldið var í Reykjavík í síðustu viku var sjálfkjörið í framkvæmdastjórn SGS. Anna Júlíusdóttir, formaður félagsins, var ein af sjö sem voru í framboði og mun því sitja áfram í framkvæmdastjórn SGS næstu tvö árin.

Anna var ekki eini félagsmaður Einingar-Iðju til að hljóta brautargengi í kosningum á þinginu.

Tryggvi Jóhannsson, varaformaður Einingar-Iðju, var kjörinn 2. varamaður í framkvæmdastjórn. Hann var einnig kjörinn í tvær fastanefndir sambandsins fyrir starfstímabilið 2023-2025; Laganefnd og kjörnefnd.

Þá var Rósfríð Kristín Áslaugsdóttir, Skráningar- og innheimtustjóri Einingar-Iðju, kjörin sem annar skoðunarmaður ársreikninga SGS.

Mynd/ASÍ