Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Siglufjarðar var haldinn 7. mars síðastliðinn.

Kosið var í stjórn félagsins og fulltrúaráð Fjallabyggðar.

Stjórn Sjálfstæðisfélags Siglufjarðar skipa:

Ólafur Stefánsson, formaður
Hanna Sigga Ásgeirsdóttir, varaformaður
Hólmfríður Norðfjörð, gjaldkeri
S.Guðrún Hauksdóttir, meðstjórnandi
Guðmundur Gauti Sveinsson, meðstjórnandi
Steingrímur Óli Hákonarson, varamaður

Fram kom tillaga um 12 fulltrúa og 7 varamenn í Fulltrúaráð Fjallabyggðar og var sú tillaga samþykkt samhljóða.

Formaður lagði til óbreytt félagsgjöld  sem verði send í netbanka félagsmanna sem greiðsluseðill og var það samþykkt.

Önnur mál

Tillaga fundarins er að Fulltrúaráði verði veitt umboð til að stilla upp framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.