Utanríkisráðuneytið mælir með því að ferðalangar prenti út hjálagt skjal og hafi með sér á flugvöllinn. Skjalið er eingöngu staðfesting á gildandi reglum en er ekki trygging fyrir því að fólk fái að fara um borð ef flugvallarstarfsfólk þekkir ekki reglurnar. Því mælum við sérstaklega með því að þið skráið hjá ykkur símanúmer okkar áður en lagt er af stað á flugvöllinn, mætið snemma á flugvöllinn og hringið strax ef einhver vandamál koma upp.

Icelandair kannar nú áhuga á flugi frá Alicante, smellið hér til að skrá ykkur á listann.

Sækja skjal: HÉR

Ef þið eruð komin heim, eða hafið ákveðið að vera áfram úti, biðjum við ykkur vinsamlegast að afskrá ykkur úr grunninum svo að við höfum sem gleggsta mynd af stöðunni.

Allar upplýsingar sem okkur berast um ferðatakmarkanir ríkja og ýmsar upplýsingar um flug er að finna hér: www.utn.is/ferdarad

Hægt er að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins með tölvupósti á hjalp@utn.is, í neyðarsíma borgaraþjónustu +354 545-0-112 sem er opinn allan sólahringinn eða með skilaboðum á Facebook.

Einnig verður mikilvægum upplýsingum miðlað á Facebook og Twitter síðum utanríkisráðuneytisins.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins

Sími: 545-0-112 

Netfang: hjalp@utn.is

Upplýsingar og fyrirspurnir eru einnig á Facebook

www.facebook.com/utanrikisthjonustan

Íslendingar á ferðalagi erlendis skrái sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins: www.utn.is/covid19
www.covid.is

Afskráning fyrir þá sem eru komnir heim hér