Samkvæmt nýjustu tölum eru 22 með COVID-19 og 79 í sóttkví á Norðurlandi eystra.
Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf út fyrir skömmu lista yfir COVID-19 eftir póstnúmerum í umdæminu.
Þar kemur í ljós að 2 einstaklingar eru í einangrun á Siglufirði með COVID-19 og 3 í sóttkví.
Lögreglan í umdæminu biðlar til almennings að huga vel að persónulegum sóttvörnum, handspritt, halda fjarlægð og nota grímu þar sem það á við. Eins að fara í sýnatöku ef menn eru með flensueinkenni og halda sig til hlés þar til niðurstaða fæst.