Lagt fram erindi Örlygs Kristfinnssonar á 789. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar um leyfi til að lagfæra grjótgarð á Granda í austanverðum Siglufirði. Málið var tekið fyrir á 298. fundi skipulags- og umhverfisnefndar sem samþykkti lagfæringu grjótgarðs með fyrirvara um samþykki bæjarráðs fyrir kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins á verkefninu.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að hlut Örlygs, Ingvars og Sigurðar til Fjallabyggðar vegna ársins 2023 sbr. 2. gr. samningsins verði ráðstafað í þessa framkvæmd.

Tæknideild er að öðru leyti falið að vinna málið áfram sbr. ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar frá 03.05.2023.

Skjáskot úr erindi Örlygs Kristfinnssonar

Forsíðumynd/ úr erindi Örlygs Kristfinnssonar