Hljómsveitin 8 Villt var stofnuð snemma árs 1997 og hóf strax að spila af miklum krafti um allt land. Þrátt fyrir að meðlimir sveitarinnar kæmu víða að var oft talið að hún væri frá Selfossi, enda þar sem einir af fyrstu tónleikaum hennar fóru fram. Í raun gerði sveitin þó út frá Reykjavík.
Eitt af fyrstu giggum 8 Villt var í Gjánni á Selfossi 20. júní 1997, og síðar sama sumar lék hún þar á ný, 18. júlí, áður en haldið var vestur á Jón Bakan í Bolungarvík 19. júlí – ball sem sveitin minnist sérstaklega vegna eftirminnilegrar gistiaðstöðu.
Með átta meðlimum, fjórum strákum og fjórum stelpum, vakti sveitin fljótt athygli fyrir kraftmikla sviðsframkomu og fjöruga dansleikjatónlist. 8 Villt spilaði víða og hlaut góðan orðstír, þótt hún skildi eftir sig lítið af útgefnu efni. Þó komu nokkur lög út – þar á meðal lagið Betra Líf, sem birtist árið 1998 á safnplötunni Bandalög 8.
Hvernig Betra Líf varð til
Lagið samdi bassaleikari sveitarinnar Árni Óla, en textann skrifaði Bryndís Sunna Valdimarsdóttir. Hugmyndin kviknaði í Kaupmannahöfn þar sem sveitin var að spila. Árni segir að lagið hafi byrjað sem hljómaþykkt – líkt og mörg lög verða til – og hann hafi spilað hugmyndina fyrir meðlimi sveitarinnar á hljómborð Daða Georgs á hótelherbergi, þar sem laglínan fæddist fyrir framan hópinn.
Bryndís Sunna samdi textann afar hratt og lýsti honum sem sögu um fyrirmyndir og drauma fólks um betra líf – draum sem ekki er alltaf allur þar sem hann er séður.
Upptökuvinnslan fór síðan til Mána Svavars, sem lauk útsetningu lagsins, bætti við sömplum og vann raddir stúlknanna. Hróbjartur Róbertsson (Hrói) kláraði lokaupptökur í Grjótnámunni.
Lagið öðlast nýtt líf árið 2024–2025
Nú, 27 árum síðar, hefur trommuleikari sveitarinnar Andri Hrannar Einarsson tekið lagið í gegn með nútímalegri nálgun. Hann endurgerði Betra Líf með hjálp tölvu, lúppum, sérstökum effekti og nýjum tónlistarlegum áherslum.
Að lokum fór verkið í hendur Gunnars Smára Helgasonar, sem stráði yfir úrvinnsluna „dassi af töfrapúðri“, og í kjölfarið var lagið tekið í spilun á FM Trölla í glænýjum búningi.
Meðlimir 8 Villt á tíma Betra Lífs
Hljóðfæraleikarar
- Árni Óla – bassi
- Daði Georgsson – hljómborð
- Andri Hrannar Einarsson – trommur
- Sveinn Pálsson – gítar
Söngkonur
- Bryndís Sunna Valdimarsdóttir
- Katrín Hildur Jónasdóttir
- Regína Ósk Óskarsdóttir
- Lóa Björk Jóelsdóttir
Helstu skráðar tónleikadagskrár 8 Villt 1997–2000
1997
- 11. júlí – Sindrabær, Höfn
Auglýst sem hluti af „þeysingu hringvegarins“ um helgina. - 1.–3. ágúst – Síldarhátíð, Siglufirði
Sveitin skemmti gestum hátíðarinnar alla helgina. - Laugardagskvöld (fyrir 2. september) – Hótel Læk
Sagt frá mikilli stemningu á dansleik með sveitinni.
1998
- 5. júní – Ótilgreindur skemmtistaður í Reykjavík
„Í KVÖLD – Hljómsveitin 8-VILLT“ í dagskrá Morgunblaðsins. - 26.–27. júní – Humarhátíð, Höfn
Fjölskyldudansleikur og helgarfjör í íþróttahúsinu. - 31. júlí – Herjólfsdalur, Vestmannaeyjar
Föstudagsball. - 1.–2. ágúst – Hreðavatnsskáli, Borgarfirði
Laugardags- og sunnudagsdansleikur. - 9. ágúst – Sumardansleikur (staður ótilgreindur)
Auglýstur sem „eins og þeir gerast bestir“. - 18.–19. desember – Hótel Mælifell, Sauðárkrókur
Helgarball á Króknum.
1999
- 1. júlí – Gauknum, Reykjavík
Frumsamin lög kynnt á Go-kvöldi. - 9. júlí – Ótilgreint ball
Auglýsing með upptalningu á meðlimum sveitarinnar. - Júlí – Höfðinn, Vestmannaeyjum
Spiluðu bæði föstudags- og laugardagskvöld.
2000
- 14. apríl – Sjallinn, Ísafirði
8 Villt sér um fjörið fyrir Ísfirðinga.

