Í gær fór Starfamessa í Háskólanum á Akureyri fram.
Á starfamessu koma fjölmörg fyrirtæki og stofnanir saman á einum stað til að kynna sig og störf sín fyrir elstu nemendum grunnskóla, háskólanemum og öðrum áhugasömum.
Þetta er í sjöunda sinn sem Starfamessa er haldin af náms- og starfsráðgjöfum grunnskólanna á Akureyri í samstarfi við HA og SSNE. Markmið hennar er að kynna fjölbreytt störf og veita nemendum betri innsýn í framtíðarmöguleika sína.
Um 800 grunnskóla nemendur sækja viðburðinn en einnig er tilvalið fyrir háskólanema og aðra áhugasama að nýta tækifærið og kynna sér fjölbreytt fyrirtæki og störf.
Mynd/akureyri.is