Á 3. fundi framkvæmda-, hafna og veitunefndar Fjallabyggðar lá fyrir tillaga um breytingar á gjaldskrám í samræmi við ákvörðun bæjarráðs Fjallabyggðar um almenna hækkun um 4% fyrir árið 2026.

Hækkunin nær til gjaldskráa vegna eftirtalinna þjónustuþátta, leyfisveitinga og stofnana:

  • Stofnveitu og fráveitugjalds
  • Þjónustumiðstöðvar
  • Byggingafulltrúa
  • Garðsláttar
  • Hunda- og kattahalds
  • Slökkvistöðvar
  • Vatnsveitu

Nefndin samþykkti fyrirliggjandi tillögur að breytingum á gjaldskrám sem að jafnaði taka mið af 4% hækkun á milli ára.