Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar og verður hægt að tilnefna til og með 30. nóvember 2025,

tilnefnt er í gegnum þjónustugátt Dalvíkurbyggðar undir umsóknir.

Íþrótta- og æskulýðsráð hefur síðan árið 1996 veitt árlega viðurkenningu til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar að fengnum tilnefningum íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð.

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar getur sá orðið sem stundar íþróttir með félagi sem starfar í Dalvíkurbyggð, eða hefur lögheimili í Dalvíkurbyggð en stundar íþrótt sína utan Dalvíkurbyggðar. Viðkomandi þarf að hafa náð 15 ára aldri á því ári sem tilnefnt er fyrir. 
Hér má sjá reglur um kjör á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar.

Hér má svo sjá þá aðila sem unnið hafa titilinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar.

Kjörinu er svo lýst á hátíðarfundi íþrótta- og æskulýðsráðs í janúar ár hvert.