Slysavarnadeildin Vörn á Siglufirði stendur fyrir minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa í samstarfi við viðbragðsaðila í Fjallabyggð. Athöfnin fer fram við kirkjutröppurnar fyrir neðan Siglufjarðarkirkju sunnudaginn 16. nóvember klukkan 17:00.
Bjarkey Olsen mun flytja stutt ávarp og þeirra sem látist hafa í umferðinni verður minnst með einnar mínútu þögn. Ragna Dís og Fannar flytja falleg lög og að lokinni athöfn verður boðið upp á heitt kakó og piparkökur.
Slysavarnadeildin hvetur íbúa Fjallabyggðar og nærsveita til að koma saman í kyrrð og virðingu, og minnast þeirra sem týnt hafa lífi í umferðinni.
Sjá má nánari upplýsingar á www.minningardagur.is
Mynd: fjallabyggd.is



