Matvælastofnun varar við neyslu á konfekti úr pakkningunum Konfekt í lausu 560 g og Konfektkassa 630 g frá Nóa Síríus vegna þess að við gæðaeftirlit í Nóa Síríus kom í ljós að málmagnir frá skammtara hafa hugsanlega smitast í fyllingar í konfektmolum. Matvæli með málmögnum eru ekki örugg til neyslu.

Nói Síríus, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað konfektið frá
neytendum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur upplýsti Matvælastofnun um innköllunina.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu(r):

  • VörumerkiNóa Konfekt
  • VöruheitiKonfekt í lausu 560 g
  • Framleiðandi: Nói Síríus
  • Þyngd560 g
  • Best fyrir dagsetning:  04.08.2022
  • Vörumerki: Nóa Konfekt
  • Vöruheiti: Konfektkassi
  • Framleiðandi: Nói Síríus
  • Þyngd: 630 g
  • Best fyrir dagsetning29.07.2022

Krónan, Samkaup (Nettó, Kjörbúðin Skagaströnd, Iceland) og Húsasmiðjan Skútuvogi.

Neytendum sem hafa keypt matvælin er bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim til Nóa Síríusar gegn bótum.

Ítarefni: