Fjarkennt verður vikuna 19.-23. október en nemendum er frjálst að mæta í skólann og vinna saman innan ramma sóttvarnareglna.

Ákvörðun um vikuna 26.-30. október verður tekin í næstu viku.

Eftir samráð við starfsmenn, nemendur og forráðamenn nemenda yngri en 18 ára er þetta niðurstaða um kennslu í næstu viku. Núverandi sóttvarnareglur gilda til 19. október og þá má gera ráð fyrir breyttum reglum og í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um vikuna þar á eftir.